
Þróttur heimsóttu FH í Kaplakrika í kvöld í 2. umferð efri hluta Bestu deildar kvenna. Þrátt fyrir að Þróttur hafi unnið 3-2 útisigur var Nik Chamberlain, þjálfari liðsins ekki sáttur með frammistöðu liðsins.
„Nei, ég held að allir geti verið sammála um að við spiluðum ekki vel í dag. En á þessu stigi tímabilsins eru stigin allt sem skiptir máli. Ég hef talað um að þegar við höfðum bara ekki heppnina gegn Tindastól, ÍBV og Keflavík, en við vorum heppnar í dag. Þannig að hlutirnir snúast og sveiflast og í dag var okkar dagur þó við hefðum líklega ekki átt það skilið."
Lestu um leikinn: FH 2 - 3 Þróttur R.
„FH spiluðu vel, ég get gefið þeim það, þær hreyfðu boltann vel og voru að skapa, en við vörðum teiginn vel eins og við höfum gert nokkuð vel í síðustu leikjum. En frá okkar sjónarhorni, þá er þetta leikur sem við getum grafið og ekki þurft að hafa áhyggjur af í framtíðinni."
Eftir að hafa verið í góðri stöðu í 3-1, tókst FH að minnka muninn í 3-2 á 88. mínútu, stuttu síðar átti FH skot í slá og í uppbótartíma tókst FH að skora en markið var dæmt af vegna rangstöðu, sem var mjög umdeildur dómur.
„Bara þegar við vorum að spila til baka þegar við þurftum þess ekki, en mér leið vel með að við vorum að takast vel á við föst leikatriði þeirra, við vorum að komast fyrir framan boltann en náðum ekki að hreinsa. Það voru taugar þarna og mér var létt þegar flautað var til leiksloka," sagi Nik um lokamínútur leiksins.
„Við eigum þrjá leiki eftir og þetta er ekki í okkar höndum, þannig það eina sem við getum gert er að halda áfram að taka þrjú stig í leik sem er aðalatriðið og svo höldum við bara áfram."
Nánar er rætt við Nik í spilaranum hér að ofan.