Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   þri 12. september 2023 19:55
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Nik: Mér var létt þegar flautað var til leiksloka
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur heimsóttu FH í Kaplakrika í kvöld í 2. umferð efri hluta Bestu deildar kvenna. Þrátt fyrir að Þróttur hafi unnið 3-2 útisigur var Nik Chamberlain, þjálfari liðsins ekki sáttur með frammistöðu liðsins.

„Nei, ég held að allir geti verið sammála um að við spiluðum ekki vel í dag. En á þessu stigi tímabilsins eru stigin allt sem skiptir máli. Ég hef talað um að þegar við höfðum bara ekki heppnina gegn Tindastól, ÍBV og Keflavík, en við vorum heppnar í dag. Þannig að hlutirnir snúast og sveiflast og í dag var okkar dagur þó við hefðum líklega ekki átt það skilið."


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Þróttur R.

„FH spiluðu vel, ég get gefið þeim það, þær hreyfðu boltann vel og voru að skapa, en við vörðum teiginn vel eins og við höfum gert nokkuð vel í síðustu leikjum. En frá okkar sjónarhorni, þá er þetta leikur sem við getum grafið og ekki þurft að hafa áhyggjur af í framtíðinni."

Eftir að hafa verið í góðri stöðu í 3-1, tókst FH að minnka muninn í 3-2 á 88. mínútu, stuttu síðar átti FH skot í slá og í uppbótartíma tókst FH að skora en markið var dæmt af vegna rangstöðu, sem var mjög umdeildur dómur.

„Bara þegar við vorum að spila til baka þegar við þurftum þess ekki, en mér leið vel með að við vorum að takast vel á við föst leikatriði þeirra, við vorum að komast fyrir framan boltann en náðum ekki að hreinsa. Það voru taugar þarna og mér var létt þegar flautað var til leiksloka," sagi Nik um lokamínútur leiksins.

„Við eigum þrjá leiki eftir og þetta er ekki í okkar höndum, þannig það eina sem við getum gert er að halda áfram að taka þrjú stig í leik sem er aðalatriðið og svo höldum við bara áfram."

Nánar er rætt við Nik í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner