mán 12. október 2020 16:33
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða KA 
Jajalo framlengir við KA út 2022
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Kristijan Jajalo skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA og er því samningsbundinn út sumarið 2022.

„Þetta eru ákaflega jákvæðar fréttir enda hefur Jajalo staðið fyrir sínu í rammanum frá því hann gekk til liðs við KA fyrir sumarið 2019," segir á heimasíðu KA.

„Við óskum Jajalo sem og Knattspyrnudeild til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast áfram með framgöngu þessa öfluga Bosníumanns á vellinum."

Jajalo sem er 27 ára markvörður hefur leikið 27 leiki fyrir KA í deild og bikar og haldið hreinu í 9 leikjum, þar af 5 í Pepsi Max deildinni í sumar. Áður lék hann 54 leiki fyrir Grindavík og þar áður hafði hann leikið í Bosníu og Króatíu.

Í síðustu viku var tilkynnt að Arnar Grétarsson yrði áfram þjálfari liðsins en hann skrifaði einnig undir samning út 2022.

KA er í sjöunda sæti Pepsi Max-deildarinnar en óvíst er hvenær mótið getur hafist að nýju.


Athugasemdir
banner
banner