Emilía Ásgeirsdóttir og stöllur hennar í Nordsjælland eru með fjögurra stiga forystu á toppnum í dönsku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Kolding í gær.
Íslenska landsliðskonan er ein af stjörnum liðsins og lék allan leikinn í gær.
Liðsfélagi hennar, Winonah Heatley, skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma.
Nordsjælland er með 24 stig eftir níu leiki, fjórum meira en Fortuna Hjörring.
Emilía er áfram markahæst í deildinni ásamt Ölmu Aagaard, sem er einnig á mála hjá Nordsjælland, en þær hafa báðar gert sjö mörk á tímabilinu.
Athugasemdir