Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 09:03
Elvar Geir Magnússon
Kyssti treyjunúmer Jota og sýndi tattúið eftir sigurmarkið
Ruben Neves sýndi húðflúr þar sem hann sést halda utan um Jota.
Ruben Neves sýndi húðflúr þar sem hann sést halda utan um Jota.
Mynd: EPA
Ruben Neves kyssti treyjunúmer Diogo Jota til minningar um fallinn vin sinn eftir að hafa skorað sigurmark Portúgals gegn Írlandi í uppbótartíma í Lissabon í gær.

Allt stefndi í markalaust jafntefli þegar Neves skallaði boltann inn eftir fyrirgjöf Francisco Trincao.

Þetta var fyrsta mark Neves fyrir portúgalska landsliðið og það kom í fyrsta heimaleik þjóðarinnar síðan Jota, sem lék fyrir Liverpool, lést í bílslysi í júlí. Neves var í treyju númer 21 og kyssti númerið áður en hann benti til himins.

Í ágúst tilkynnti Portúgal að Neves myndi taka við númerinu 21 af Jota en þeir tveir voru mjög nánir vinir.

„Mitt fyrsta mark fyrir Portúgal, með þetta númer, þetta hefði ekki getað verið betra. Við töluðum um það að allir að taka smá frá Diogo með okkur í þennan leik," sagði Neves eftir leik en hann og Jota léku saman í samtals 164 leikjum með Porto, Wolves og Portúgal. Neves var einn af kistuberunum í jarðarför Jota.

Portúgal er á toppi síns riðils í undankeppninni með fullt hús.


Athugasemdir
banner