
Markvörðurinn Mike Maignan verður fyrirliði franska landsliðsins annað kvöld þegar liðið mætir Íslandi á Laugardalsvelli í undankeppni HM.
Maignan á 35 landsleiki en þetta verður í fyrsta sinn sem hann leiðir franska liðið út á völlinn sem fyrirliði.
Aðalfyrirliði franska landsliðsins er Kylian Mbappe en hann fór ekki með til Íslands vegna smávægilegra meiðsla.
Maignan á 35 landsleiki en þetta verður í fyrsta sinn sem hann leiðir franska liðið út á völlinn sem fyrirliði.
Aðalfyrirliði franska landsliðsins er Kylian Mbappe en hann fór ekki með til Íslands vegna smávægilegra meiðsla.
Maignan er 30 ára gamall og hefur varið mark AC Milan síðan 2021 en þá kom hann frá Lille.
Frakkar eru í efsta sæti riðilsins en Ísland féll niður í þriðja sæti eftir 3-5 tapið gegn Úkraínu á föstudaginn. Hákon Arnar Haraldsson heldur áfram að vera fyrirliði Íslands í fjarveru Orra Steins Óskarssonar aðalfyrirliða sem er meiddur.
Landslið karla - HM 2026
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 3 | 3 | 0 | 0 | 7 - 1 | +6 | 9 |
2. Úkraína | 3 | 1 | 1 | 1 | 6 - 6 | 0 | 4 |
3. Ísland | 3 | 1 | 0 | 2 | 9 - 7 | +2 | 3 |
4. Aserbaísjan | 3 | 0 | 1 | 2 | 1 - 9 | -8 | 1 |
Athugasemdir