„Við skorum venjulega mjög mikið"

„Við erum búnir að bíða eftir þessum leik síðan í Noregi. Það er smá kalt en mér sýnist völlurinn fínn," segir Gylfi Þór Sigurðsson.
Íslenska landsliðið er að æfa á Kópavogsvelli til að undirbúa sig fyrir umspilsleikina gegn Króatíu.
Íslenska landsliðið er að æfa á Kópavogsvelli til að undirbúa sig fyrir umspilsleikina gegn Króatíu.
„Við vissum þegar við komumst í umspilið að það væri mjög erfiður leikur framundan. En við vitum að við eigum alveg séns. Skotland náði að vinna báða leikina á móti þeim. Við erum fullir sjálfstrausts og verðum bara að passa okkur á að spila bara okkar fótbolta."
Er Luka Modric maðurinn sem við þurfum að stöðva?
„Hann er einn af þeim. Þeir hafa 3-4 mjög góða leikmenn. Liðið er það sterkt að erfitt er að hugsa um einhvern einn leikmann."
Það er oftast lítið skorað í umspilsleikjum fyrir HM, má búast við fáum mörkum á föstudag?
„Ég vona ekki. Við skorum venjulega mjög mikið og vonandi verður ekki breyting á því," segir Gylfi en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir