Kristófer Ingi Kristinsson hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistaralið Breiðabliks út árið 2026. Fyrri samningur hans við félagið runnið út núna um áramótin.
Kristófer kom í Breiðablik í ágúst í fyrra eftir að hafa leikið með VVV-Venlo í hollensku B-deildinni tímabilið á undan. Hann er uppalinn hjá Stjörnunni og hafði verið úti í atvinnumennsku hjá Willem II, Grenoble, SönderjyskE og Jong PSV áður en hann hélt heim til Íslands.
Kristófer kom í Breiðablik í ágúst í fyrra eftir að hafa leikið með VVV-Venlo í hollensku B-deildinni tímabilið á undan. Hann er uppalinn hjá Stjörnunni og hafði verið úti í atvinnumennsku hjá Willem II, Grenoble, SönderjyskE og Jong PSV áður en hann hélt heim til Íslands.
Hann skoraði fjögur mörk fyrir Breiðablik á tímabilinu, þar af í þremur leikjum seinni hluta móts og voru þau öll mjög mikilvæg. Hann jafnaði leikinn gegn ÍA á 82. mínútu og Höskuldur Gunnlaugsson skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma úr vítaspyrnu og í leiknum þar á eftir skoraði hann sigurmarkið gegn KA á útivelli. Í báðum leikjum kom hann inn á sem varamaður. Hann svo bæði skoraði og lagði upp í 5-3 sigri gegn HK í lokaleiknum fyrir tvískiptingu.
Hann missti af nokkrum leikjum framan af móti vegna meiðsla, kom alls við sögu í 20 leikjum í deildinni í sumar. Hann skoraði þá eitt mark í þremur Evrópuleikjum í sumar.
Fótbolti.net greindi frá því í haust að Valur hefði látið Breiðablik vita að félagið ætlaði sér að ræða við Kristófer um mögulegan samning, en faðir Kristófers, Kristinn Ingi Lárusson, er stjórnarmaður hjá Val.
Úr tilkynningu Breiðabliks
Kristófer kom til Breiðablik frá Hollenska liðinu VVV-Venlo í ágúst 2023, hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. Hann hefur einnig spilað í Frakklandi og Danmörku þar sem hann spilaði 20 leiki í dönsku úrvalsdeildinni.
Það er óhætt að segja að Kristó hafi verið mikilvægur hlekkur í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks, skoraði alls 9 mörk í öllum keppnum sumarið 2024. Alls á Kristófer 38 leiki fyrir Breiðablik, hann skrifaði undir samning út árið 2026.
Frábærar fréttir og verður spennandi að fylgjast með Kristófer í Blika búningnum
Athugasemdir