Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 12. nóvember 2024 13:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Damir hafa rift við Blika og sé á leið til Asíu
Damir Muminovic.
Damir Muminovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson segir frá því að varnarmaðurinn Damir Muminovic sé búinn að rifta samningi sínum við Breiðablik.

Hann sé að ganga í raðir félags sem spilar í Singapúr.

„Gerir samning þar til í júní með möguleika á framlengingu," skrifar Gunnar á samfélagsmiðla en hann þekkir vel til hjá Breiðabliki.

Fótbolti.net hefur ekki fengið tíðindin staðfest en eins og áður segir, þá er Gunnar með góð tengsl í Breiðablik og hefur þjálfað þar yngri flokka.

Damir er 34 ára gamall miðvörður sem hefur leikið með Breiðabliki frá 2014. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu síðastliðið sumar.

Hann var orðaður við félag frá Malasíu fyrir nokkrum mánuðum síðan og virðist núna vera á leið til Asíu.


Athugasemdir
banner
banner