Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 12. nóvember 2024 14:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
UEFA tekur Coote af lista
Mynd: Getty Images
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur tekið David Coote af dómaralista sínum fyrir leiki vetrarins. Coote var VAR sérfræðingur hjá UEFA og hafði verið í Meistaradeildinni í vetur. Hann starfaði t.d. við leik PSV og Girona í síðustu viku.

Það hefur nú verið staðfest að hann mun ekki vera á neinum leikjum á næstunni.

Coote var settur í leyfi af ensku dómarasamtökunum eftir að myndband af honum kalla Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool, „tussu". Það myndband var tekið upp fyrir nokkrum árum en fór eins og eldur um sinu um netheima í gær.

Coote er þá ekki á lista yfir þá dómara sem munu dæma í Þjóðadeildinni á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner