Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. janúar 2020 12:55
Elvar Geir Magnússon
Allegri vill taka við Barcelona
Allegri hefur áhuga á starfinu.
Allegri hefur áhuga á starfinu.
Mynd: Getty Images
Mundo Deportivo segir að umboðsmaður Massimiliano Allegri hafi haft samband við Barcelona til að láta vita af því að Allegri sé áhugasamur um að taka við liðinu.

Starf Ernesto Valverde hangir á bláþræði eins og fjallað var um í morgun.

Einhverjir spænskir fjölmiðlar telja að Valverde verði rekinn í dag.

Félagið hefur verið að ræða við Xavi en hann hefur ekki áhuga á að taka við á miðju tímabili. Þessi Barcelona goðsögn er í dag þjálfari Al-Sadd í Katar.

Allegri er án starfs en hann stýrði Juventus til fimm Ítalíumeistaratitla í röð og komst tvívegis með liðið í úrslit Meistaradeildarinnar.

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, hefur verið orðaður við Barcelona og einnig Quique Setien, fyrrum stjóri Real Betis.

Barcelona mætir Napoli í Meistaradeildinni í næsta mánuði en án Luis Suarez sem verður frá í fjóra mánuði.
Athugasemdir
banner
banner