Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. janúar 2022 18:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Atli, hans fólk og Víkingur munu hjálpast að við að taka rétt næsta skref"
Icelandair
Atli Barkarson í sínum fyrsta landsleik
Atli Barkarson í sínum fyrsta landsleik
Mynd: KSÍ
Atli Barkarson spilaði sinn fyrsta landsleik í gær. Hann er leikmaður Víkings en það hefur verið fjallað um að danska félagið SönderjyskE hafi boðið í hann.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, tjáði sig um Atla í vikunni og sagði að Víkingur væri ekki félag sem þyrfti að selja leikmenn til að eiga fyrir salti í grautinn.

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson var spurður út í Atla, sem er tvítugur vinstri bakvörður, á blaðamannafundi eftir leikinn í gær.

Finnst þér það vera rökrétt skref fyrir Atla að fara í atvinnumennsku núna?

„Það sem ég get sagt um Atla er að mér hefur fundist Atli hafa tekið mörg góð skref síðan hann kom til Víkings fyrir tveimur árum. Mér fannst hann síðasta sumar taka mjög góð skref og leikirnir sem hann hefur spilað með U21 árs landsliðinu hafa verið mjög góðir," sagði Arnar.

„Það er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir þessa ungu og efnilegu leikmenn að taka þessi skref á sínum knattspyrnuferli. En hvort að rétti klúbburinn komi og bjóði réttu upphæðina til Víkings, það er mjög erfitt fyrir mig að svara um það. Ég er bara sáttur við að hann sé að taka réttu skrefin og ég er alveg pottþéttur á því að hann sjálfur, hans fólk og Víkingur munu að sjálfsögðu hjálpast vel að við að taka rétt næsta skref," sagði Arnar.
Arnar Gunnlaugs: Alls ekki nægilega gott
Athugasemdir
banner
banner
banner