Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 13. janúar 2023 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara fær fjölmargar kveðjur - „Hefur gert ótrúlega hluti fyrir þjóð þína"
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir tilkynnti það í morgun að hún væri hætt að spila með íslenska landsliðinu eftir 16 ár í liðinu.

Hún lék sinn fyrsta landsleik gegn Slóveníu árið 2007, þegar hún var aðeins 16 ára gömul.

Sara tilkynnti það með færslu á samfélagsmiðlum að hún hefði tekið ákvörðun um að stíga til hliðar.

„Ég á nóg eftir, en mér finnst þetta rétti tímapunkturinn fyrir mig," sagði Sara í viðtali við Fótbolta.net sem hægt er að lesa með því að smella hérna.

Sara hefur fengið margar kveðjur eftir að hún sagði frá ákvörðun sinni, bæði frá liðsfélögum úr landsliðinu og úr þeim félagsliðum sem hún hefur spilað með.

Pernille Harder, ein besta fótboltakona í heimi, er á meðal þeirra sem sendir Söru kveðju. „Þú hefur gert ótrúlega hluti fyrir þjóð þína. Vertu stolt, vinkona mín," skrifar Harder sem leikur í dag með Chelsea á Englandi.

Glódís Perla Viggósdóttir, sem mun líklega taka við fyrirliðabandinu af Söru, skrifar: „Til hamingju með glæsilegan landsliðsferil elsku Sara. Heiður að hafa fengið að spilað með þér öll þessi ár - þú ert mögnuð."

Hér fyrir neðan má sjá brot af þeim kveðjum sem hún hefur fengið.
Athugasemdir
banner
banner
banner