Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   lau 13. febrúar 2021 18:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Napoli lagði Juve - Titillinn til Mílanó?
Tveimur leikjum er lokið í Serie A í dag. Í fyrsta leik dagsins gerðu Torino og Genoa markalaust jafntefli.

Í öðrum leik dagsins tók Napoli á móti Juventus í risaleik. Juventus var fyrir umferðina í 3. sæti sjö stigum á eftir toppliði Milan en átti leik til góða. Napoli var í sjötta sætinu, fimm stigum frá Juve.

Lorenzo Insigne kom gestunum yfir á 31. mínútu eftir að Giorgio Chiellini braut af sér inn á vítateig. VAR tók eftir broti Chiellini og skoraði Insigne með skoti uppi í vinstra hornið.

Gestirnir í Juve reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en tókst það ekki, Juve hélt boltanum 65% af seinni hálfleik og átti þrettán marktilraunir. Alex Meret í marki Napoli varði nokkrum sinnum frá leikmönnum Juve, þar á meðal skalla frá Cristiano Ronaldo á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Napoli er með sigrinum komið upp í 4. sæti deildarinnar sem stendur. AC Milan heimsækir Spezia í lokaleik kvöldsins og getur náð tíu stiga forskoti á Juventus, Inter er í 2. sæti deildarinnar. Athuga skal þó að enn eru sautján umferðir eftir af deildinni.

Í ítölsku B-deildinni vann Venezia 0-2 útisigur á Pescara. Þeir Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magnús Karlsson voru ekki í leikmannahópi Venezia sem er í 5. sæti deildarinnar eftir 23 umferðir.

Torino 0 - 0 Genoa

Napoli 1 - 0 Juventus
1-0 Lorenzo Insigne ('31 , penalty goal)
Athugasemdir
banner