Spænska stórveldið Barcelona er búið að framlengja samning pólska framherjans Robert Lewandowski um eitt ár.
Þessi markaóði Pólverji mun því spila hjá Barcelona út næstu leiktíð hið minnsta, þar sem samningur hans gildir nú þar til í júní 2026.
Lewandowski er 36 ára gamall og virðist ekki ætla að hægja á sér í markaskorun þrátt fyrir hækkandi aldur.
Hann er kominn með 31 mark í 33 leikjum á yfirstandandi tímabili, þar sem Börsungar eru í titilbaráttu í spænsku deildinni og í frábærri stöðu í Meistaradeildinni.
Athugasemdir