Antony skoraði annan leikinn í röð þegar Real Betis lagði Gent í fyrri leik liðanna umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld.
Staðan var markalaus í hálfleik en Betis var með öll völd á vellinum í seinni hálfleik. Antony kom liðinu yfir með skoti fyrir utan teig í upphafi seinni hálfleiks.
Cedric Bakambu bætti öðru markinu við áður en Sergi Clavell innsiglaði sigurinn undir lok leiksins.
Andri Lucas Guðjohnsen var í byrjunarliði Gent en var tekinn af velli eftir 77 mínútur. Hann fékk ekki úr miklu að moða í leiknum.
Rúnar Alex Rúnarsson hefur ekki verið í náðinni hjá FC Kaupmannahöfn en hann var á bekknum þegar liðið tapaði gegn Heidenheim á heimavelli en sigurmarkið kom undir lok leiksins.
Gent 0 - 3 Betis
0-1 Antony ('47 )
0-2 Cedric Bakambu ('72 )
0-3 Sergi Altimira Clavell ('84 )
FC Kobenhavn 1 - 2 Heidenheim
1-0 Jordan Larsson ('45 )
1-1 Thomas Keller ('59 )
1-2 Tim Siersleben ('85 )
Omonia 1 - 1 Pafos FC
1-0 Willy Semedo ('51 , víti)
1-0 Muamer Tankovic ('74 , Misnotað víti)
1-1 Mislav Orsic ('84 )
Borac BL 1 - 0 Olimpija
0-0 Djordje Despotovic ('86 , Misnotað víti)
1-0 Sandi Ogrinec ('90 )
Rautt spjald: Raul Florucz, Olimpija ('52)
Athugasemdir