Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   fim 13. mars 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Albert: Færð ekki á tilfinninguna að De Gea hafi spilað með Man Utd
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson var í skemmtilegu viðtali hjá Livey sem er með sýningarréttinn á ítalska boltanum hér á landi.

Albert leikur með Fiorentina á Ítalíu en hann var spurður út í samherja sinn, David de Gea, fyrrum markvörð Man Utd.

„Fyrst og fremst er hann auðmjúkur. Þegar þú spjallar við hann færðu það ekki á tilfinninguna að hann hafi spilað með United í einhver ellefu ár og vann sér inn þennan pening og vann þessa titla. Hann er jarðbundinn," sagði Albert.

„Hann gerir gæfumuninn á vellinum, klárlega besti markmaður sem ég hef spilað með. Við erum mjög heppnir að hafa hann í markinu."

De Gea var umdeildur hjá Man Utd en hann var þar frá 2011–2023 og spilaði yfir 500 leiki. Hann vann úrvalsdeildina einu sinni, enska bikarinn einu sinni, deildabikarinn tvisvar og Evrópudeildina einu sinni.

Þá vann hann gullhanskann í úrvalsdeildinni tvisvar.


Athugasemdir
banner
banner
banner