
„Ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, mánuðum og árum með landsliðinu. Við erum með ungan leikmannahóp sem getur náð langt. Við sjáum unga leikmenn sem eru þegar farnir að spila á háu getustigi," segir Albert Guðmundsson, leikmaður Fiorentina, um íslenska landsliðið.
Albert veitir ekki oft viðtöl en hann ræddi við Livey og þá meðal annars um Ísland.
„Orri, Hákon, Andri, Ísak... allir þessir leikmenn geta náð mjög langt. Svo erum við með mjög góðan þjálfara núna. Ef við náum allir að vinna saman og náum fram þessu Víkingahugarfari aftur þá tel ég að landsliðið geti gert mjög góða hluti."
Albert er ánægður með ráðninguna á Arnari Gunnlaugssyni en Arnar mun í dag tilkynna sinn fyrsta landsliðshóp, fyrir umspilsleikina gegn Kosóvó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fastlega má gera ráð fyrir því að Albert, sem skoraði gegn Napoli um síðustu helgi, verði í hópnum.
„Ég held að allir í landsliðinu séu ánægðir með ráðninguna á Arnari. Hann gerði ótrúlega hluti með Víkingi og tók þá á næsta stig. Við erum ánægðir með hann, hvernig hann sér fótbolta og hvernig hann hugsar hlutina. Ég tel að við getum gert góða hluti," segir Albert.
Viðtalið er í heild sinni hér að neðan en eftir rúmar 3 mínútur berst talið að íslenska landsliðinu. Hægt er fylgjast með öllum leikjum hjá Alberti í ítölsku deildinni á Livey.is.
Albert veitir ekki oft viðtöl en hann ræddi við Livey og þá meðal annars um Ísland.
„Orri, Hákon, Andri, Ísak... allir þessir leikmenn geta náð mjög langt. Svo erum við með mjög góðan þjálfara núna. Ef við náum allir að vinna saman og náum fram þessu Víkingahugarfari aftur þá tel ég að landsliðið geti gert mjög góða hluti."
Albert er ánægður með ráðninguna á Arnari Gunnlaugssyni en Arnar mun í dag tilkynna sinn fyrsta landsliðshóp, fyrir umspilsleikina gegn Kosóvó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fastlega má gera ráð fyrir því að Albert, sem skoraði gegn Napoli um síðustu helgi, verði í hópnum.
„Ég held að allir í landsliðinu séu ánægðir með ráðninguna á Arnari. Hann gerði ótrúlega hluti með Víkingi og tók þá á næsta stig. Við erum ánægðir með hann, hvernig hann sér fótbolta og hvernig hann hugsar hlutina. Ég tel að við getum gert góða hluti," segir Albert.
Viðtalið er í heild sinni hér að neðan en eftir rúmar 3 mínútur berst talið að íslenska landsliðinu. Hægt er fylgjast með öllum leikjum hjá Alberti í ítölsku deildinni á Livey.is.
Athugasemdir