Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   þri 13. apríl 2021 11:48
Elvar Geir Magnússon
Sancho ekki með gegn Man City
Edin Terzic, stjóri Borussia Dortmund, sagði frá því á fréttamannafundi í dag að Jadon Sancho yrði ekki leikfær fyrir leikinn gegn Manchester City annað kvöld.

City vann 2-1 sigur á heimavelli og liðin mætast í seinni viðureigninni í 8-liða úrslitum í Þýskalandi annað kvöld.

Sancho hefur snúið aftur til æfinga en er ekki orðinn leikfær.

Norski sóknarmaðurinn Erling Haaland hefur ekki skorað í síðustu þremur leikjum.

„Erling kemur með gríðarlega mikilvæga eiginleika fyrir okkur, jafnvel þó hann hafi ekki skorað í síðustu leikjum. Hann bindur saman sóknarleikinn. Auðvitað vonumst við eftir því að hann bindi á sig markaskóna sem fyrst," segir Terzic.

Hinn ungi Jude Bellingham hefur fengið mikið lof. Þessi 17 ára enski miðjumaður hefur sýnt afskaplega þroskaða frammistöðu með Dortmund.

„Þróun hans kemur engum á óvart hjá Dortmund. Við höfum séð hvernig hann æfir og vinnur. Hann hefur gríðarlega mikla hæfileika og er stórkostlegur leikmaður. En hann er ungur og fær allan þann stuðning sem hægt er frá okkur og þróast vonandi á bestan mögulegan hátt."
Athugasemdir
banner