Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   lau 13. apríl 2024 20:52
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Haukar unnu C-deildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar 2 - 0 KR
1-0 Elísabet Ósk L. Servo Ólafíud. ('25 )
2-0 Halla Þórdís Svansdóttir ('28 )

Haukar eru C-deildarmeistarar í Lengjubikar kvenna eftir að hafa unnið KR, 2-0, á Ásvöllum í dag.

Heimakonur kláruðu KR-inga á þremur mínútum. Elísabet Ósk L. Servo Ólafíudóttir skoraði á 25. mínútu áður en Halla Þórdís Svansdóttir tvöfaldaði forystuna á 28. mínútu.

Halla Þórdís skoraði alls tíu mörk í Lengjubikarnum fyrir Hauka og var lang markahæst. Haukar unnu alls fimm leiki og gerðu eitt jafntefli.

Haukaliðið mætir því vel gírað inn í Íslandsmótið en liðið leikur í 2. deild. Á síðasta tímabili var það einu stigi frá því að komast upp í Lengjudeild. KR er nýliði í 2. deild þetta tímabilið eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner