Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   sun 13. apríl 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
FH-ingar mættir vestur og klárir í slaginn
Úr leik FH og Vestra í Kaplakrika á síðasta tímabili.
Úr leik FH og Vestra í Kaplakrika á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Okkar menn eru mættir vestur og klárir í slaginn," segir á Instagram-síðu FH-inga.

Fyrsti leikur 2. umferðar Bestu deildarinnar verður flautaður á klukkan 14 á Ísafirði þar sem heimamenn í Vestra taka á móti FH.

Eins og fjallað hefur verið um þá hafa veðurskilyrði gert það að verkum að vafi var um hvort leikurinn færi fram á þessum tíma en nú virðist allt til reiðu svo leikurinn geti farið fram.

Veðrið mun reyndar ekkert leika við liðin og spáð er snjókomu eða slyddu og 8-10 metrum á sekúndu.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 FH

Hákon Dagur Guðjónsson mun textalýsa leiknum hér á Fótbolta.net, beint frá Ísafirði. Vestri gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Val í fyrstu umferð en FH beið lægri hlut 2-1 gegn Stjörnunni í Garðabæ.

sunnudagur 13. apríl
14:00 Vestri-FH (Kerecisvöllurinn)
17:00 Afturelding-ÍBV (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 Víkingur R.-KA (Víkingsvöllur)
19:15 Fram-Breiðablik (Lambhagavöllurinn)

mánudagur 14. apríl
19:15 KR-Valur (AVIS völlurinn)
19:15 Stjarnan-ÍA (Samsungvöllurinn)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Vestri 5 3 1 1 6 - 2 +4 10
2.    Breiðablik 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
3.    Víkingur R. 4 2 1 1 7 - 2 +5 7
4.    ÍBV 5 2 1 2 6 - 7 -1 7
5.    KR 4 1 3 0 12 - 7 +5 6
6.    Fram 4 2 0 2 8 - 6 +2 6
7.    Stjarnan 4 2 0 2 7 - 7 0 6
8.    Valur 5 1 3 1 8 - 9 -1 6
9.    ÍA 5 2 0 3 5 - 9 -4 6
10.    FH 5 1 1 3 8 - 8 0 4
11.    Afturelding 4 1 1 2 1 - 5 -4 4
12.    KA 5 1 1 3 6 - 14 -8 4
Athugasemdir
banner
banner