Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
   sun 13. apríl 2025 15:12
Elvar Geir Magnússon
Hundur truflaði leik Vestra og FH
Hundurinn skoðar völlinn í snjókomunni í dag.
Hundurinn skoðar völlinn í snjókomunni í dag.
Mynd: Guðjón Elmar
„FH-ingar aðeins að taka völdin þegar gulur Labrador fær nóg og hleypur inn á völlinn," skrifaði Hákon Dagur Guðjónsson í beinni textalýsingu frá leik Vestra og FH í Bestu deildinni.

Leikurinn er í gangi en þegar um níu mínútur voru liðnar af honum hljóp skyndilega hundur inn á völlinn og virtist hafa gaman að. Twana Khalid Ahmed dómari stöðvaði leikinn á meðan hundurinn var fjarlægður af vellinum.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 FH

Þess má geta að seinni hálfleikur er nýhafinn og á Ísafirði en það er mikill vindur og snjókoma þegar þessi frétt er skrifuð.

Vestri leiðir 1-0 en hinn ungi Daði Berg Jónsson, sem er á láni frá Víkingi, skoraði markið. Heimir Guðjónsson þjálfari FH er greinilega ekki sáttur við spilamennsku síns liðs og gerði hann þrefalda skiptingu í hálfleik.

Stöð 2 Sport sýnir leikinn í beinni og hér má sjá skjáskot úr útsendingunni þegar hundurinn mætti til leiks.
Mynd: Skjáskot




Athugasemdir
banner