PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   fös 13. maí 2022 11:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætlar að ræða við Chelsea um framtíð Lukaku - „Augljóslega komið upp vandamál"
Romelu Lukaku gekk í raðir Chelsea frá Inter síðasta sumar og borgaði enska félagið um 97 milljónir punda fyrir belgíska framherjann.

Tímabilið hefur ekki verið hnökralaust hjá Chelsea en þrátt fyrir það er Lukaku markahæsti leikmaður liðsins með fimmtán mörk í öllum keppnum.

Lukaku hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur deildarleikjum en það eru hans fyrstu mörk í úrvalsdeildinni frá því í desember. Það vakti athygli og fór misvel í menn þegar Lukaku fór í viðtal hjá Sky Italia í desember þar sem hann m.a. gagnrýndi leikkerfi Chelsea.

Frá þeim tímapunkti hefur Lukaku verið í mjög takmörkuðu hlutverki í liði Chelsea og ætlar umboðsmaður hans, Federico Pastorello, að ræða við Chelsea um framtíð Lukaku á næstunni.

„Eftir að Chelsea greiddi þessa upphæð þá gat enginn séð þetta fyrir," sagði Pastorello í La Repubblica. Hann viðurkennir að upp hafi komið vandamál á tímabilinu.

„Það er augljóst að það hafi komið upp vandamál á tímabilinu. En tölurnar, það verður að meta hversu þungt þær vega: hann er besti markaskorari liðsins á tímabilinu, þrátt fyrir að hafa ekki fengið að spila jafnmikið og sumir liðsfélagar hans. Það þarf að meta stöðuna. Framundan er barátta um Meistaradeildarsæti og úrslitaleikur í bikarnum. Öll einbeiting hans er á þeim verkefnum og við höfum ekki rætt neitt annað."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
9 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
10 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner