Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. maí 2022 09:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leiknir einungis skorað fjögur mörk frá brotthvarfi Sævars Atla
Sævar Atli skoraði tíu mörk í þrettán leikjum í fyrra.
Sævar Atli skoraði tíu mörk í þrettán leikjum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Eiður Aron sá til þess að Leiknir er með eitt mark skorað í fyrstu fimm leikjunum
Eiður Aron sá til þess að Leiknir er með eitt mark skorað í fyrstu fimm leikjunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markaskorun Leiknis hefur vakið athygli í upphafi móts. Leiknir, sem var eitt allra heitasta liðið á undirbúningstímabilinu, hefur einungis skorað eitt mark í fimm leikjum í Bestu deildinni og þurfti aðstoð við það mark því markið er skráð sem sjálfsmark Eiðs Arons Sigurbjörnssonar, leikmanns ÍBV.

Leiknir skoraði sautján mörk í Lengjubikarnum og sjö mörk í Fótbolta.net mótinu í vetur. Liðið mætti til Keflavíkur í gær í 5. umferð Bestu deildar og urðu lokatölur 3-0 fyrir heimamenn.

Sævar Atli Magnússon var langmarkahæsti leikmaður Leiknis á síðasta tímabili. Sævar skoraði tíu mörk á þeim tíma sem hann var á landinu en hann var seldur til Lyngby í Danmörku. Sævar fór eftir leik Leiknis gegn Fylki í 15. umferðinni í fyrra. Þá var Leiknir með fimmtán mörk skoruð í fimmtán leikjum.

Í síðustu sjö leikjum tímabilsins 2021 skoraði Leiknir einungis þrjú mörk og endaði með átján mörk skoruð á síðasta tímabili. Í tólf deildarleikjum frá brotthvarfi Sævars Atla hefur liðið einungis skorað fjögur mörk. Markaskorararnir eru þrír og enginn af þeim er í dag leikmaður Leiknis.

Mikkel Dahl, markakóngur færeysku deildarinnar í fyrra, var fenginn til Leiknis í vetur en hann hefur ekki komist í gang í sumar. Dahl skoraði talsvert á undirbúningstímabilinu en hefur glímt við meiðsli í upphafi móts og ekki komist í takt. Í gær var hann tekinn af velli í hálfleik.

Þeir sem hafa skorað mörk Leiknis eftir brotthvarf Sævars:
Andres Escobar (gegn Val í 16. umferð '21)
Daníel Finns Matthíasson (gegn KR í 19. umferð '21)
Daníel Finns Matthíasson (gegn ÍA í 20. umferð '21)
Eiður Aron Sigurbjörnsson, sjálfsmark (gegn ÍBV 3. umferð '22)

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var spurður út í sóknarleikinn í gær.

„Við þurfum að koma boltanum inn í markið og koma því út úr hausnum á okkur að við getum ekki skorað," sagði Siggi.

Hvað er hægt að gera til að laga þetta? „Sparka boltanum inn í markið. Það er ekki flóknara en það. Þetta er einhver krísa sem menn eru í, við fengum færi til þess að skora í dag. Við þurfum að vera graðari inn í teignum í dag og skapa fleiri færi," sagði Siggi.
Siggi Höskulds: Byrjuðum aldrei þennan leik
Athugasemdir
banner
banner