KA fær Val í heimsókn á Greifavellinum í dag. Byrjunarliðin eru komin inn.
Lestu um leikinn: KA 0 - 4 Valur
Hallgrímur Jónasson gerir tvær breytingar á liði KA frá sigri gegn HK í Kórnum í síðustu umferð. Ásgeir Sigurgeirsson kom inn á af bekknum í Kórnum og tryggði liðinu sigur með tveimur mörkum. Hann byrjar á kostnað Pætur Petersen i dag.
Þá er Hrannar Björn Steingrímsson í byrjunarliðinu á kostnað Birgis Baldvinssonar en Birgir og Pætur eru á bekknum í dag.
Arnar Grétarsson snýr aftur á sinn gamla heimavöll í dag en hann stillir upp sama byrjunarliði og valtaði yfir KR í síðustu umferð.
Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
27. Þorri Mar Þórisson
30. Sveinn Margeir Hauksson
77. Bjarni Aðalsteinsson
Byrjunarlið Valur:
18. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
3. Hlynur Freyr Karlsson
4. Elfar Freyr Helgason
5. Birkir Heimisson
7. Aron Jóhannsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
23. Adam Ægir Pálsson
99. Andri Rúnar Bjarnason
Athugasemdir