Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 13. maí 2023 16:28
Matthías Freyr Matthíasson
Hemmi H: Fyrsta markið var bara brandari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst vanta aggression. Við vorum að reyna að halda aðeins meira í boltann en það er eins og það hafi tapast aggression við það. Fyrsta markið var bara brandari, boltinn sveif inn í teig og enginn sem fer út í hann og það eru rosaleg vonbrigði sagði svekktur Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir 4 - 0 tap gegn Stjörnunni í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 ÍBV

Mér finnst 4 - 0 enga veginn gefa raunhæfa mynd af leiknum. Ekki tilfinningin sem maður hafði. Mér leið ágætlega framan af og við byrjuym seinni hálfleikinn af ágætis krafti. Þannig að annað markið er bara rothöggið. 

Hvernig sástu atvikið þegar Eiður Aron fær rautt spjald og víti dæmt?

Ég sá það ekki þannig að ég veit ekki hvað var að gerast. Þannig að ég get engan veginn dæmt um það. 

Fannst þér þínir menn missa hausinn, mikið af spjöldum og fyrirliðinn rekinn útaf?

Ég skil pirringinn, þeir (Stjörnumenn) eru að koma seint í varnarmenn þegar þeir eru búnir að skila boltanum, fara í Elvis og Eið og það er ekkert dæmt og ekkert gert í því. Saman safnaður pirringur og þegar þú ert kominn undir líka. En það er hægt að græja þetta aðeins betur finnst mér af hálfu dómarans. Þetta er bara gult spjald ef þú ætlar að skilja smá eftir þegar menn eru búnir að losa boltann og ná að fá þennan pirring í sig.

Nánar er rætt við Hermann í sjónvarpinu hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner