Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. maí 2023 15:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Anna Björk vann Íslendingaslag - Mikael Egill með mark og stoðsendingu
Anna Björk
Anna Björk
Mynd: Getty Images

Íslendingar voru í eldlínunni í karla og kvennadeildum á Ítalíu í dag.


Það var Íslendingaslagur í efstu deild kvenna þegar Inter tók á móti Fiorentina. Anna Björk Kristjánsdóttir var í byrjunarliði Inter sem vann 4-0 en Alexandra Jóhannsdóttir spilaði síðustu tíu mínúturnar í liði Fiorentina.

Guðný Árnadóttir var ekki í leikmannahópi AC Milan í fimmta leiknum í röð þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Roma. Það er ljóst að Roma er meistari og Juventus í 2. sæti og liðin fara því í Meistaradeildina á næsta ári.

Í B deildinni karlamegin átti Mikael Egill Ellertsson frábæran leik fyrir Venezia sem vann Perugia 3-2. Hann lagði upp fyrsta markið og tryggði liðinu svo sigur með marki eftir klukkutíma leik.

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Pisa sem gerði 1-1 jafntefli gegn Brescia. Pisa er í 9. sæti þegar ein umferð er eftir en liðið er einu stigi frá umspilssæti. Venezia er í umspilssæti, tveimur stigum á undan Pisa.


Athugasemdir
banner
banner