Erik ten Hag segir talsvert auðveldara að laða gæðaleikmenn að Manchester United núna heldur en þegar hann tók við félaginu fyrir ári síðan.
Ten Hag hlakkar til félagsskiptamarkaðarins í sumar þar sem búist er við að Rauðu djöflarnir muni styrkja ýmsar stöður, þá sérstaklega stöðu fremsta sóknarmanns sem Wout Weghorst hefur ekki leyst nægilega vel af hólmi. Anthony Martial hefur gert fína hluti í þeirri stöðu en stöðug meiðsli gera hann óáreiðanlegan kost.
„Það er stór munur á milli ára. Núna sjá leikmenn að það er ákveðið verkefni í gangi og þess vegna vilja þeir ganga í raðir félagsins. Í fyrra var alltof mikil óvissa og það reyndist erfitt að sannfæra ákveðna leikmenn um að koma til okkar. Ég hef tekið eftir að það er talsvert auðveldara í ár, það eru margir hágæða leikmenn sem vilja koma til okkar," sagði Ten Hag, en félagið krækti í Casemiro, Christian Eriksen, Antony, Lisandro Martinez og Tyrell Malacia á hans fyrsta sumri við stjórnvölinn. Cody Gakpo er meðal leikmanna sem voru orðaðir við Rauðu djöflana en völdu að lokum önnur félög.
Man Utd er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og í harðri baráttu við Liverpool um það sæti, sem er það síðasta til að gefa þátttökurétt í Meistaradeildina.
„Við verðskuldum að vera í þessari stöðu. Núna þurfum við að klára þetta. Þetta verða erfiðar lokaumferðir, það eru miklar kröfur og þess vegna erum við í þessu starfi. Það er kominn tími til að stíga upp og taka ábyrgð."
Man Utd tekur á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag og getur komist fjórum stigum yfir Liverpool með sigri.
Ten Hag var að lokum spurður út í David de Gea sem hefur verið gagnrýndur fyrir nokkur slæm mistök.
„Þegar þú ert á þessu gæðastigi eru alltaf gerðar miklar kröfur til þín. Það er eitthvað sem þú verður að samþykkja og þú verður að standa þig. David er gríðarlega reyndur markvörður, hann þekkir kröfurnar og er ekki að gera mistök útaf þeim. Ég get hugsað um þúsund og eina ástæðu fyrir þessum mistökum en alltof miklar kröfur er ekki ein þeirra."

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 35 | 25 | 7 | 3 | 81 | 35 | +46 | 82 |
2 | Arsenal | 35 | 18 | 13 | 4 | 64 | 31 | +33 | 67 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |