Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 13. júní 2020 07:40
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Blandan okkar er mjög sterk
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er þvílík eftirvænting komin í alla og þetta verður bara geggjað," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Pepsi Max-deild karla fer af stað í kvöld en Víkingar eiga sinn fyrsta leik á mánudaginn þegar þeir taka á móti Fjölni.

Víkingar töpuðu 1-0 fyrir KR síðasta sunnudag í Meistarakeppni KSÍ.

„Æfingaleikirnir á undan fannst mér meira snúast um að menn myndu sleppa heilir, ekki meiðast. Það er eðlilegt enda hafa menn ekki verið í fótbolta í lengri tíma. Leikurinn gegn KR var hörkuleikur og mikið um tæklingar og læti enda titill í boði. Það var gott að fá alvöru leik."

Arnari lýst vel á tímabilið framundan hjá Víkingum.

„Ungu strákarnir okkar eru orðnir árinu eldri og gömlu mennirnir okkar vilja njóta þess að spila eins lengi og þeir geta. Blandan okkar er mjög sterk og við ætlum að vera með í baráttunni um að berjast um titilinn."

Býst hann við því að bæta við hópinn?

„Ég býst ekki við því en augun eru alltaf opin. Ég er mjög ánægður með hópinn eins og er."

1. umferð Pepsi Max

laugardagur 13. júní
20:00 Valur-KR (Origo völlurinn)

sunnudagur 14. júní
15:45 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
18:00 HK-FH (Kórinn)
20:15 Breiðablik-Grótta (Kópavogsvöllur)

mánudagur 15. júní
18:00 Víkingur R.-Fjölnir (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner