Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 13. júní 2023 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðablik mætir liði frá San Marínó í undanúrslitum
Breiðablik mætir Tre Penne frá San Marínó.
Breiðablik mætir Tre Penne frá San Marínó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna áðan var verið að draga í fyrstu umferð umspils fyrir forkeppni Meistaradeildarinnar, en Íslandsmeistarar Breiðabliks voru í pottinum.

Þessi fyrsta umferð er umspil til að komast í forkeppnina, en fjögur lið taka þátt í umspilinu og eitt lið kemst áfram. Þetta er annað árið í röð sem fulltrúar Íslands taka þátt í umspilinu en Víkingar gerðu það í fyrra og fóru með sigur af hólmi. Á næsta ári fara fulltrúar okkar beint í forkeppnina eftir góðan árangur í Evrópukeppnum hjá okkar liðum síðustu árin.

Breiðablik var annað hvort að fara að mæta liði frá Andorra eða San Marínó í undanúrslitunum, en niðurstaðan var sú að Blikar mæta Tre Penne frá San Marínó.

Svo verður andstæðingurinn annað hvort Atletic Club d'Escaldes frá Andorra eða Buducnost frá Svartfjallalandi í úrslitaleiknum.

Umspilið fer fram á Kópavogsvelli sem er frábært fyrir Breiðablik. Undanúrslitaleikurinn fer fram 27. júní og úrslitaleikurinn fer svo fram 30. júní.

Sjá einnig:
Óskar: Þá hefðu þeir rekið Stephen Glass níu mánuðum áður
Athugasemdir
banner