Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. júní 2023 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar: Þá hefðu þeir rekið Stephen Glass níu mánuðum áður
Stephen Glass, fyrrum þjálfari Aberdeen. Í fjarlægð má sjá Óskar Hrafn.
Stephen Glass, fyrrum þjálfari Aberdeen. Í fjarlægð má sjá Óskar Hrafn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar fagna marki.
Blikar fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var í löngu viðtali í úvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

Þar ræddi hann meðal annars um Evrópukeppnina en Breiðablik tekur þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar síðar í sumar.

Breiðablik hefur leikið nokkra áhugaverða Evrópuleiki undanfarin ár en leikurinn á móti skoska liðinu Aberdeen á Laugardalsvelli var með þeim áhugaverðari. Breiðablik byrjaði illa í þeim leik en spilaði vel eftir það. Liðið sýndi mikinn karakter í því að jafna 2-2, en Aberdeen skoraði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik.

„Ég þekki það sjálfur að það er oft óþægilegt þegar míkrafóninum er skutlað beint framan í þig strax eftir leik. Þú ert ekki endilega alltaf besta útgáfan af sjálfum þér," sagði Óskar Hrafn í viðtali í útvarpsþættinum á laugardag þegar rætt var um það sem gerðist eftir leik Blika og Víkinga í Bestu deildinni síðasta föstudag, og hitann sem var þar eftir leik. Tómas Þór Þórðarson minntist þá á viðtal sem Óskar fór í eftir leikinn á móti Aberdeen á sínum tíma.

Óskar gagnrýndi Aberdeen-menn harðlega eftir fyrri leikinn á Laugardalsvelli og gerði það svo aftur eftir seinni leikinn. Óskar segir að það hafi verið viljandi gert og ekkert minna en skoska atvinnumannaliðið hafi átt skilið fyrir sína frammistöðu. Hann var alls ekki hrifinn af þeirra leik.

„Það var viljandi og ekkert minna en þeir áttu skilið," sagði þjálfari Blika léttur og bætti við: „Ef þeir hefðu hlustað á mig þá hefðu þeir rekið Stephen Glass níu mánuðum áður en hann var næstum því búinn að eyðileggja félagið."

Glass var stjóri Aberdeen í þessu einvígi en hann var svo rekinn frá félaginu. Hann er í dag að þjálfa í neðri deildum Bandaríkjanna.

Sjá einnig:
Kári sammála gagnrýni Óskars á leikstíl Aberdeen - Búið að reka Glass

Gætu mætt Buducnost aftur
Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari en þeir forkeppni Meistaradeildarinnar á því að fara í fjögurra liða umspil um að komast á næsta stig. Í þessu umspili verða einnig Buducnost frá Svartfjallalandi, Tre Penne frá San Marínó og Atletic Club d'Escaldes frá Andorra.

Blikar mættu Buducnost í fyrra og það var svo sannarlega áhugavert einvígi. Það voru mikil læti í fyrri leiknum sem Blikar unnu 2-0 og sagði Óskar Hrafn eftir leikinn að þjálfaði Buducnost hefði hagað sér eins og apaköttur. Sá þjálfari er ekki lengur að þjálfa liðið.

„Það er ekki skrítið að þeir hafi skipt um þjálfara, en allt í lagi. Mér líst vel á þennan riðil," segir Óskar en Blikar mæta annað hvort liði frá Andorra eða San Marínó í undanúrslitum. Svo er líklegt að Buducnost að verði andstæðingurinn í úrslitaleiknum.

„Það eru engir leikir í Evrópukeppni auðveldir. Þó það líti út á pappírnum fyrir að vera auðvelt, þá er það alls ekki þannig. Í flestum liðum eru rútíneraðir leikmenn sem kunna leikinn."

„Buducnost er aðeins öðruvísi lið en þeir voru í fyrra. Þeir eru búnir að selja tvo bestu ungu kantmennina sína. Þeir eru orðnir fullorðnari, stærri og sterkari. Þeir eru þyngra lið. Það er mjög áhugavert að eiga við þá ef við förum í gegnum hinn leikinn. Það þekkja allir sem hafa spilað Evrópuleiki að þetta er það skemmtilegasta sem til er," segir Óskar en það verður fróðlegt að fylgjast með íslenskum liðunum í Evrópukeppnum í ár.

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan þar sem Óskar lýsir meðal annars skrautlegum félagaskiptamarkaði í Andorra.
Útvarpsþátturinn - Óskar Hrafn og toppslagurinn þar sem allt sauð upp úr
Athugasemdir
banner
banner
banner