Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. júlí 2021 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rándýru úri stolið af Formúlu 1 ökuþór eftir úrslitaleikinn
Lando Norris.
Lando Norris.
Mynd: EPA
Það voru mikil læti fyrir utan Wembley þegar úrslitaleikur Evrópumótsins fór þar fram á sunnudag.

Margir stuðningsmenn Wembley voru mjög æstir fyrir leik. Fjöldi fólks reyndi að komast á völlinn án miða og sumum tókst það. Öryggisgæsla í kringum völlinn var ekki nægilega góð - langt því frá.

Það myndaðist líka vesen eftir leikinn - sem England tapaði - alla vega fékk ökuþórinn Lando Norris að finna fyrir því.

Norris, sem keppir fyrir Mclaren í Formúlu 1, var mættur á leikinn að styðja sína menn í Englandi.

Eftir leik var hann rændur; það var rándýru úr stolið af honum. „Sem betur fer, þá slapp Lando ómeiddur frá þessu en hann var skelkaður," segir í tilkynningu frá Mclaren.

Sagt er að úrið kosti 40 þúsund pund eða tæplega 6,9 milljónir íslenskra króna.

Málið er núna til rannsóknar hjá lögreglu.
Athugasemdir
banner
banner
banner