„Við vorum svolítið svekktir eftir síðasta leik og erum búnir að vinna vel í vikunni. Við ætluðum að bæta upp fyrir drulluna síðasta mánudag," sagði Fannar Daði Malmquist, leikmaður Þórs, eftir 0-3 útisigur gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni í dag.
„Það er alltaf gott að vinna og sérstaklega á útivelli."
„Það er alltaf gott að vinna og sérstaklega á útivelli."
Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 3 Þór
Þórsarar misstu frá sér unninn leik gegn níu leikmönnum Grindavíkur í síðasta leik og voru staðráðnir í að bæta upp fyrir það í dag.
„Siggi var ekki sáttur, eðlilega. Við vorum með unninn leik en gefum frá okkur tvö stig sem eru mikilvæg í baráttunni. Við áttum inni einn sigurleik núna."
Hvað var það sem skóp þennan flotta sigur í dag?
„Bara dugnaður í fyrsta lagi. Fyrri hálfleikurinn í síðustu leikjum hefur ekki verið frábær og svo komum við í seinni hálfleikinn og erum besta lið deildarinnar. Við byrjuðum almennilega núna og kláruðum þetta í fyrri hálfleik. Svo leggjumst við aftur í seinni hálfleik og þeir skapa sér ekki neitt nema eftir föst leikatriði. Þetta var gott skipulag og mikill dugnaður."
Aron Birkir Stefánsson var settur á bekkinn í dag og fékk Fannar að vera með fyrirliðabandið.
„Það er mikill heiður auðvitað. Ég er mikill Þórsari og það er heiður að fá að vera fyrirliði. Ég var fyrirliði í einhverjum leik í Lengjubikarnum í vetur en þetta er fyrsti alvöru mótsleikurinn. Það er bara stemning."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir