Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 13. júlí 2024 19:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mosfellsbæ
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Lengjudeildin
Fannar Daði í leik með Þór.
Fannar Daði í leik með Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við vorum svolítið svekktir eftir síðasta leik og erum búnir að vinna vel í vikunni. Við ætluðum að bæta upp fyrir drulluna síðasta mánudag," sagði Fannar Daði Malmquist, leikmaður Þórs, eftir 0-3 útisigur gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni í dag.

„Það er alltaf gott að vinna og sérstaklega á útivelli."

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  3 Þór

Þórsarar misstu frá sér unninn leik gegn níu leikmönnum Grindavíkur í síðasta leik og voru staðráðnir í að bæta upp fyrir það í dag.

„Siggi var ekki sáttur, eðlilega. Við vorum með unninn leik en gefum frá okkur tvö stig sem eru mikilvæg í baráttunni. Við áttum inni einn sigurleik núna."

Hvað var það sem skóp þennan flotta sigur í dag?

„Bara dugnaður í fyrsta lagi. Fyrri hálfleikurinn í síðustu leikjum hefur ekki verið frábær og svo komum við í seinni hálfleikinn og erum besta lið deildarinnar. Við byrjuðum almennilega núna og kláruðum þetta í fyrri hálfleik. Svo leggjumst við aftur í seinni hálfleik og þeir skapa sér ekki neitt nema eftir föst leikatriði. Þetta var gott skipulag og mikill dugnaður."

Aron Birkir Stefánsson var settur á bekkinn í dag og fékk Fannar að vera með fyrirliðabandið.

„Það er mikill heiður auðvitað. Ég er mikill Þórsari og það er heiður að fá að vera fyrirliði. Ég var fyrirliði í einhverjum leik í Lengjubikarnum í vetur en þetta er fyrsti alvöru mótsleikurinn. Það er bara stemning."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner