Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 13. júlí 2024 19:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mosfellsbæ
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Lengjudeildin
Fannar Daði í leik með Þór.
Fannar Daði í leik með Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við vorum svolítið svekktir eftir síðasta leik og erum búnir að vinna vel í vikunni. Við ætluðum að bæta upp fyrir drulluna síðasta mánudag," sagði Fannar Daði Malmquist, leikmaður Þórs, eftir 0-3 útisigur gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni í dag.

„Það er alltaf gott að vinna og sérstaklega á útivelli."

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  3 Þór

Þórsarar misstu frá sér unninn leik gegn níu leikmönnum Grindavíkur í síðasta leik og voru staðráðnir í að bæta upp fyrir það í dag.

„Siggi var ekki sáttur, eðlilega. Við vorum með unninn leik en gefum frá okkur tvö stig sem eru mikilvæg í baráttunni. Við áttum inni einn sigurleik núna."

Hvað var það sem skóp þennan flotta sigur í dag?

„Bara dugnaður í fyrsta lagi. Fyrri hálfleikurinn í síðustu leikjum hefur ekki verið frábær og svo komum við í seinni hálfleikinn og erum besta lið deildarinnar. Við byrjuðum almennilega núna og kláruðum þetta í fyrri hálfleik. Svo leggjumst við aftur í seinni hálfleik og þeir skapa sér ekki neitt nema eftir föst leikatriði. Þetta var gott skipulag og mikill dugnaður."

Aron Birkir Stefánsson var settur á bekkinn í dag og fékk Fannar að vera með fyrirliðabandið.

„Það er mikill heiður auðvitað. Ég er mikill Þórsari og það er heiður að fá að vera fyrirliði. Ég var fyrirliði í einhverjum leik í Lengjubikarnum í vetur en þetta er fyrsti alvöru mótsleikurinn. Það er bara stemning."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner