Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   lau 13. júlí 2024 19:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mosfellsbæ
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Lengjudeildin
Fannar Daði í leik með Þór.
Fannar Daði í leik með Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við vorum svolítið svekktir eftir síðasta leik og erum búnir að vinna vel í vikunni. Við ætluðum að bæta upp fyrir drulluna síðasta mánudag," sagði Fannar Daði Malmquist, leikmaður Þórs, eftir 0-3 útisigur gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni í dag.

„Það er alltaf gott að vinna og sérstaklega á útivelli."

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  3 Þór

Þórsarar misstu frá sér unninn leik gegn níu leikmönnum Grindavíkur í síðasta leik og voru staðráðnir í að bæta upp fyrir það í dag.

„Siggi var ekki sáttur, eðlilega. Við vorum með unninn leik en gefum frá okkur tvö stig sem eru mikilvæg í baráttunni. Við áttum inni einn sigurleik núna."

Hvað var það sem skóp þennan flotta sigur í dag?

„Bara dugnaður í fyrsta lagi. Fyrri hálfleikurinn í síðustu leikjum hefur ekki verið frábær og svo komum við í seinni hálfleikinn og erum besta lið deildarinnar. Við byrjuðum almennilega núna og kláruðum þetta í fyrri hálfleik. Svo leggjumst við aftur í seinni hálfleik og þeir skapa sér ekki neitt nema eftir föst leikatriði. Þetta var gott skipulag og mikill dugnaður."

Aron Birkir Stefánsson var settur á bekkinn í dag og fékk Fannar að vera með fyrirliðabandið.

„Það er mikill heiður auðvitað. Ég er mikill Þórsari og það er heiður að fá að vera fyrirliði. Ég var fyrirliði í einhverjum leik í Lengjubikarnum í vetur en þetta er fyrsti alvöru mótsleikurinn. Það er bara stemning."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner