Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   lau 13. júlí 2024 12:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Indriði Áki að snúa aftur?
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli í vetur þegar Indriði Áki Þorláksson lagði skóna á hilluna. Hann gerði það í janúar og sagðist mest hlakka til að taka sér sumarfrí.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net gæti því sumarfríi verið lokið því að undanförnu hefur Indriði verið að æfa með Lengjudeildarliði Njarðvíkur og gæti verið að snúa aftur á völlinn.

Fleiri félög hafa sýnt Indriða áhuga.

Indriði Áki er 28 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá ÍA og sneri aftur til ÍA fyrir síðasta tímabil og hjálpaði liðinu að komast upp úr Lengjudeildinni.

Hann hefur í 127 leikjum í næst efstu deild skorað sextán mörk.

Njarðvík er sem stendur í 2. sæti Lengjudeidlarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Fjölnis og getur minnkað það forskot niður í fjögur stig með sigri á Dalvík í dag.

Það er auðvitað sterk Skagatenging við Njarðvík því þjálfari liðsins, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, er búsettur á Akranesi.
Athugasemdir
banner
banner
banner