„Ég er svekktur, svekktur að hafa ekki farið með betri stöðu inn í hálfleikinn en við spiluðum virkilega góðan fyrri hálfleik." sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafnteflið gegn KA Í Bestu deild karla.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 1 KA
„KA menn komu rosalega mjög góðir inn í síðari hálfleikinn. Það bætti helvíti vel í vindinn þótt það sé nú aum afsökun en sóknirnar þeirra enduðu alltaf mjög neðarlega á okkar vallarhelmingi þannig við þurftum að koma okkur upp allan völlin og ákvarðanartökur ekki nógu góðar og seinni hálfleikurinn bara heilt yfir ekki góður."
Stóra atvikið var þegar Viktor Örn Margeirsson skoraði en markið var dæmt af en það var hendi dæmd á Viktor Örn.
'
„Bara gríðarlega vel gert hjá KA liðinu. Einn sem byrjar og allir aðrir fara af stað og grípa um hendina á sér. Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta þannig þetta hefur komið einhversstaðar himnum ofan og það hlýtur að vera rétt."
Nánar var rætt við Dóra í viðtalinu hér að ofan.