Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 03. ágúst 2025 19:48
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er svekktur, svekktur að hafa ekki farið með betri stöðu inn í hálfleikinn en við spiluðum virkilega góðan fyrri hálfleik." sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafnteflið gegn KA Í Bestu deild karla.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 KA

„KA menn komu rosalega mjög góðir inn í síðari hálfleikinn. Það bætti helvíti vel í vindinn þótt það sé nú aum afsökun en sóknirnar þeirra enduðu alltaf mjög neðarlega á okkar vallarhelmingi þannig við þurftum að koma okkur upp allan völlin og ákvarðanartökur ekki nógu góðar og seinni hálfleikurinn bara heilt yfir ekki góður."

Stóra atvikið var þegar Viktor Örn Margeirsson skoraði en markið var dæmt af en það var hendi dæmd á Viktor Örn. 
'
„Bara gríðarlega vel gert hjá KA liðinu. Einn sem byrjar og allir aðrir fara af stað og grípa um hendina á sér. Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta þannig þetta hefur komið einhversstaðar himnum ofan og það hlýtur að vera rétt."

Nánar var rætt við Dóra í viðtalinu hér að ofan.


Athugasemdir