Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
banner
   sun 03. ágúst 2025 19:57
Brynjar Óli Ágústsson
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Auðvitað vonbrigði að vinna ekki á heimavelli en kannski aðal vonbrigðin voru þau að við skoruðum í fyrri hálfleik þá jafna þeir strax. Svo gerist það sama eftir að við komust yfir í seinni hálfleik,'' Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli gegn Víking í 17. umferð Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Víkingur R.

„Við þurfum að vera betri í að halda í forystu. Á móti kemur að Víkings liði er gæða lið og þeir þurfa ekki mörg færi til þess að refsa liðum. Við spiluðum gegn Val í seinustu umferð og Víking núna og þetta voru framfarir frá því. Við eigum heimaleik á móti ÍA næst þannig við þurfum að æfa vel í vikunni og vera klárir í það,''

FH áttu góðan leik gegn sterku Víkings lið.

„Ég er alltaf svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli og þetta er okkar vígi og við viljum gera vel fyrir framan fólkið okkar. Við eigum annan heimaleik næst og þurfum að vera klárir þá.''

Það fer að styttast í að deildin verður skipt í tvennt og FH eru fjórum stigum frá efri hlutanum.

„Það eina fyrir okkur er að huga bara um næsta leik. Við höfum ekki verið klókir í því að fara hugsa lengra fram í tímann. Við eigum möguleika að fara upp en möguleika að fara niður líka,''

Sveinn, varnarmaður Víkings, braut á Björn, fyrirliða FH, sem var nánast kominn í gegn. Heimir var spurður um hvað honum fannst um að Sveinn fékk aðeins gult spjald.

„Heyrðu, ég sá þetta ekki nógu vel. Ég var að tala við einhvern, ég þarf að skoða þetta betur. Ég held að það hafi verið réttur dómur.'' segir Heimir í lokinn.

Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir