Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 03. ágúst 2025 19:57
Brynjar Óli Ágústsson
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Auðvitað vonbrigði að vinna ekki á heimavelli en kannski aðal vonbrigðin voru þau að við skoruðum í fyrri hálfleik þá jafna þeir strax. Svo gerist það sama eftir að við komust yfir í seinni hálfleik,'' Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli gegn Víking í 17. umferð Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Víkingur R.

„Við þurfum að vera betri í að halda í forystu. Á móti kemur að Víkings liði er gæða lið og þeir þurfa ekki mörg færi til þess að refsa liðum. Við spiluðum gegn Val í seinustu umferð og Víking núna og þetta voru framfarir frá því. Við eigum heimaleik á móti ÍA næst þannig við þurfum að æfa vel í vikunni og vera klárir í það,''

FH áttu góðan leik gegn sterku Víkings lið.

„Ég er alltaf svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli og þetta er okkar vígi og við viljum gera vel fyrir framan fólkið okkar. Við eigum annan heimaleik næst og þurfum að vera klárir þá.''

Það fer að styttast í að deildin verður skipt í tvennt og FH eru fjórum stigum frá efri hlutanum.

„Það eina fyrir okkur er að huga bara um næsta leik. Við höfum ekki verið klókir í því að fara hugsa lengra fram í tímann. Við eigum möguleika að fara upp en möguleika að fara niður líka,''

Sveinn, varnarmaður Víkings, braut á Björn, fyrirliða FH, sem var nánast kominn í gegn. Heimir var spurður um hvað honum fannst um að Sveinn fékk aðeins gult spjald.

„Heyrðu, ég sá þetta ekki nógu vel. Ég var að tala við einhvern, ég þarf að skoða þetta betur. Ég held að það hafi verið réttur dómur.'' segir Heimir í lokinn.

Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner