Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
banner
   sun 03. ágúst 2025 19:57
Brynjar Óli Ágústsson
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Auðvitað vonbrigði að vinna ekki á heimavelli en kannski aðal vonbrigðin voru þau að við skoruðum í fyrri hálfleik þá jafna þeir strax. Svo gerist það sama eftir að við komust yfir í seinni hálfleik,'' Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli gegn Víking í 17. umferð Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Víkingur R.

„Við þurfum að vera betri í að halda í forystu. Á móti kemur að Víkings liði er gæða lið og þeir þurfa ekki mörg færi til þess að refsa liðum. Við spiluðum gegn Val í seinustu umferð og Víking núna og þetta voru framfarir frá því. Við eigum heimaleik á móti ÍA næst þannig við þurfum að æfa vel í vikunni og vera klárir í það,''

FH áttu góðan leik gegn sterku Víkings lið.

„Ég er alltaf svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli og þetta er okkar vígi og við viljum gera vel fyrir framan fólkið okkar. Við eigum annan heimaleik næst og þurfum að vera klárir þá.''

Það fer að styttast í að deildin verður skipt í tvennt og FH eru fjórum stigum frá efri hlutanum.

„Það eina fyrir okkur er að huga bara um næsta leik. Við höfum ekki verið klókir í því að fara hugsa lengra fram í tímann. Við eigum möguleika að fara upp en möguleika að fara niður líka,''

Sveinn, varnarmaður Víkings, braut á Björn, fyrirliða FH, sem var nánast kominn í gegn. Heimir var spurður um hvað honum fannst um að Sveinn fékk aðeins gult spjald.

„Heyrðu, ég sá þetta ekki nógu vel. Ég var að tala við einhvern, ég þarf að skoða þetta betur. Ég held að það hafi verið réttur dómur.'' segir Heimir í lokinn.

Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner