Þýska félagið Borussia Dortmund er í leit að nýjum kantmanni eftir sölu á Jamie Gittens til Chelsea.
Félagið er að skoða nokkra leikmenn fyrir vinstri kantinn hjá sér til að veita 19 ára gömlum Julien Duranville samkeppni.
Dortmund hefur verið orðað við Jadon Sancho, Facundo Buonanotte og Carney Chukwuemeka síðustu vikur og eru Þjóðverjarnir einnig að horfa til Leandro Trossard hjá Arsenal.
Þessir leikmenn eru allir metnir á um 20 til 30 milljónir evra, sem er helmingi minna heldur en félagið fékk í kassann fyrir söluna á Gittens.
Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi tekur fram að Trossard sé með nokkur tilboð á borðinu þar sem Arsenal er reiðubúið til að selja leikmanninn í sumar.
Arsenal vill 17 milljónir punda (tæpar 20 milljónir evra) fyrir Trossard sem er þrítugur og á tvö ár eftir af samningi.
Athugasemdir