Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
banner
   sun 03. ágúst 2025 20:18
Anton Freyr Jónsson
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var nokkuð sáttur með að sækja stig á Kópavogsvöll
Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var nokkuð sáttur með að sækja stig á Kópavogsvöll
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara hrikalega ánægður með þetta stig" voru fyrstu viðbrögð Hallgríms Jónassonar þjálfara KA eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik  í Bestu deild karla.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 KA

„Mér fannst við frekar góðir í dag, allir leggja sig fram og í lokin þegar menn voru komnir með þreyttar lappir og þá voru menn ekkert að spara sig í varnaravinnunni og það segir mér að hópurinn er á helvíti flottum stað andlega. Við hefðum geta skorað meira, þeirr hefðu geta skorað meira svo þetta er sennilega bara sanngjart jafntefli."

KA er nýkomið úr einvígi gegn Silkeborg en það er leikur sem fór alla leið í framlengingu og því getur Haddi verið sáttur með þetta stig á Kópavogsvelli í dag.

„Það er gaman að sjá að við erum aðeins að hreyfa hópinn og allir með hlutina á hreinu og tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan. Þeir sem komu inn af bekknum eru búnir að gera vel fyirr okkur, bæði á móti Silkeborg og aftur hér í dag þannig við erujm bara á góðum stað núna og mér finnst við á miklu betri stað en vð vorum á fyrir tveimur mánuðujm síðan."

Nánar var rætt við Hadda í sjónvarpinu hér að ofan, meðal annars um markið sem var dæmt af undir lokin. 



Athugasemdir
banner
banner