Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
banner
   mán 13. ágúst 2018 21:52
Magnús Þór Jónsson
Óli Stefán: Af hverju ættum við að panikka?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Óla Stefáns í Grindavík áttu fá svör við leik Valsmanna í kvöld og steinlágu 0-4, frammistaðan hlýtur að hafa verið þjálfaranum vonbrigði.

"Þetta var erfitt, Valsarar á sínum degi og við ekki og þá verður maður bara að taka lexíuna. Við erum ekki með eins gott lið og Valur það vitum við fyrir en þegar við erum á okkar degi og gerum okkar hluti vel þá getum við allavega gert þeim þetta erfitt fyrir."

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 Grindavík

Gestirnir komu óvanalega linir til leiks í fyrri hálfleik, nokkuð sem við eigum ekki að venjast af þeim.

"Það er hárrétt, ég var pínulitið svekktur hvað við bognuðum undan góðri pressu Valsara, við eigum ekki að bogna.  Þeir voru að koma úr verkefni að utan og við ætluðum að setja aðeins á þá en það var bara öfugt."

Grindavík fengu færi í 2-0 stöðu sem hefði getað breytt leiknum.

"Algerlega, við ræddum það í hálfleik að þetta væri búið, staðan 2-0 og við yrðum að setja næsta mark, mér fannst við á köflum líta vel út en fengum á okkur barnaleg mörk sem er ekki i okkar stíl."

Eru Grindavík kannski að slaka eilítið á í ljósi þess að kannski er að litlu að keppa.

"Alls ekki, við erum alltaf að njóta, þetta er svo gaman.  Við erum í deild þeirra bestu og í slag við FH og KR um Evrópusæti. Af hverju ættum við að panikka þó upp komi slæmur dagur hérna, við bara höldum áfram."

Næsta verkefni er annað stórlið, Stjarnan.  Hvernig leggur Óli það upp?

"Ég elska að spila við Stjörnuna og við hlökkum til að fá þá í vindinn í Grindavík og ef ég þekki strákana rétt þá bretta þeir upp ermar og svara fyrir sig á sunnudaginn."

Nánar er rætt við Óla í viðtalinu sem fylgir.


Athugasemdir
banner