Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. ágúst 2020 12:00
Fótbolti.net
Meistaraspáin - RB Leipzig eða Atletico Madrid?
Hvað gerir Leipzig gegn Atletico Madrid í kvöld?
Hvað gerir Leipzig gegn Atletico Madrid í kvöld?
Mynd: Getty Images
Diego Simeone þjálfari Atletico Madrid.
Diego Simeone þjálfari Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
8-liða úrslitin í Meistaradeildinni halda áfram í kvöld klukkan 19:00 þegar RB Leipzig og Atletico Madrid eigast við. Ekki er leikið heima og að heiman í 8-liða úrslitunum heldur fara allir leikirnir fram í Portúgal og leikið er til þrautar.

Meistaraspáin er klár fyrir kvöldið. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Kristján Guðmundsson

RB Leipzig 0 - 1 Atletico Madrid
Leipzig mun eiga erfitt með að skora hjá Atletico í kvöld nema þá úr vítaspyrnu. Leikstíll Atletico hentar vel í útsláttarkeppni sem þessari og á meðan Leipzig er að átta sig á að Timo Werner er ekki lengur með þeim þá verður þessi leikur erfiður fyrir þá gegn Simeone og félögum sem hafa gríðarlega reynslu af leikjum í Meistaradeildinni.

Óli Stefán Flóventsson

RB Leipzig 0 - 2 Atletico Madrid
Afar áhugaverður leikur þarna. Það er eitthvað sem segir mér að reynslan hafi betur. Julian Nagelsmann er ungur en geggjaður þjálfari sem hefur gert frábæra hluti í Þýskalandi plús það að vera yngsti þjálfari í sögunni til að koma liði í 8 liða úrslit í þessari keppni. Simeone er hins vegar ekkert lamb að leika við og Atletico vinnur þennan leik 2-0 og ætli Morata sjái ekki bara um þetta með því að skora bæði mörkin.

Fótbolti.net - Aksentije Milisic

RB Leipzig 1 - 2 Atletico Madrid (eftir framlengingu)
Þetta verður mjög fróðlegur leikur. Leipzig liðið hefur verið mjög skemmtilegt í vetur og hrifið mig mikið undir stjórn Julian Nagelsmann. Ég held hins vegar að hinn taktíski Simone vinni þennan leik á reynslunni. Leipzig kemst yfir en Atletico jafnar eftir fast leikatriði. Leikurinn fer 1-1 eftir venjulegan leiktíma en í framlengingu klárar spænska liðið dæmið í annars mjög jöfnum leik.

Staðan í heildarkeppninni:
Fótbolti.net - 13 stig
Kristján Guðmundsson - 8 stig
Óli Stefán Flóventsson - 8 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner