Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   lau 13. ágúst 2022 19:06
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Schalke með dramatískt jöfnunarmark gegn Gladbach
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Schalke 2 - 2 Borussia M'Gladbach
1-0 Rodrigo Zalazar ('29)
1-1 Jonas Hofmann ('72)
1-2 Marcus Thuram ('78)
2-2 Marius Bulter ('93, víti)


Schalke er búið að ná í sitt fyrsta stig frá endurkomunni upp í efstu deild þýska boltans. Það kom á heimavelli gegn sterku liði Borussia Mönchengladbach sem sigraði gegn Hoffenheim í fyrstu umferð.

Schalke, sem tapaði fyrsta leik tímabilsins gegn Köln, tók forystuna í fyrri hálfleik með marki frá Úrúgvæjanum Rodrigo Zalazar sem var í lykilhlutverki í liðinu á síðustu leiktíð.

Schalke var talsvert betra liðið í fyrri hálfleik og komst nálægt því að tvöfalda forystuna en það hafðist ekki og gestirnir frá Gladbach heppnir að vera ekki nema einu marki undir.

Vindurinn gjörbreyttist í síðari hálfleik og ákvað Marcus Thuram, sonur hins goðsagnakennda Lillian, að taka málin í sínar hendur. Hann lagði fyrst upp jöfnunarmarkið fyrir Jonas Hofmann og skoraði sjálfur skömmu síðar. Staðan var þá orðin 1-2 eftir 78 mínútur.

Heimamenn virtust ekki líklegir til að jafna leikinn fyrr en þeir fengu vítaspyrnu í uppbótartíma og skoraði Marius Bulter af vítapunktinum. NIðurstaðan 2-2 jafntefli þar sem Schalke átti fyrri hálfleikinn og Gladbach seinni. Heimamenn geta prísað sig sæla að hafa náð í stig úr því sem komið var.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner