Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 13. september 2020 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ancelotti um lítinn hraða: Myndi þá semja við Usain Bolt
Ancelotti fyrir leik í dag.
Ancelotti fyrir leik í dag.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti og lærisveinar hans í Everton byrja þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni á 1-0 sigri á Tottenham.

„Þessi frammistaða gefur okkur meira sjálfstraust fyrir framtíðina. Við sýndum hvað við getum gert," sagði Ancelotti í viðtali eftir sigurinn.

„Það er ekki auðvelt fyrir neinn að undirbúa tímabilið. Það var ekki mikill tími til stefnu. Nýju leikmennirnir fengu viku til að æfa með liðinu," sagði Ítalinn en Allan, Abdoulaye Doucoure og James Rodriguez komu allir sterkir inn í lið Everton í dag.

Ancelotti segist ekki hafa áhyggjur af litlum hraða í liðinu. „Ef ég hefði áhyggjur af því þá myndi ég semja við Usain Bolt."

„Við verðum að berjast til að komast í Evrópukeppni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner