Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 13. september 2020 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi fær fína dóma - Allan bestur og Alli slakastur
Gylfi reynir að ná boltanum af Lucas Moura í leiknum.
Gylfi reynir að ná boltanum af Lucas Moura í leiknum.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði rúmar 20 mínútur í sigri Everton á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag.

Gylfi fær 7 í einkunn fyrir innkomu sína frá staðarmiðlinum Liverpool Echo. „Spilaði vel eftir að hann kom inn á fyrir þreyttan Gomes. Hélt boltanum og var flottur í varnarvinnunni," segir í einkunnagjöfinni.

Hjá Sky Sports fær Gylfi 6 og Allan, miðjumaðurinn sem kom frá Napoli, valinn maður leiksins með 9 í einkunn. Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Sky Sports í heild sinni.

Tottenham: Lloris (6), Doherty (6), Alderweireld (5), Dier (5), Davies (6), Hojbjerg (4), Winks (4), Alli (3), Son (5), Kane (5), Moura (4)

Varamenn: Sissoko (7), Bergwijn (6), Ndombele (NA)

Everton: Pickford (8), Coleman (7), Mina (7), Keane (7), Digne (7), Allan (9), Gomes (7), Doucoure (7), James (8), Richarlison (7), Calvert-Lewin (8).

Varamenn: Sigurdsson (6), Kean (NA), Davies (NA)

Maður leiksins: Allan
Athugasemdir
banner
banner
banner