Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. september 2020 15:01
Ívan Guðjón Baldursson
María kom við sögu í stórsigri Chelsea - Man Utd skoraði fimm
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Norska landsliðskonan María Þórisdóttir kom við sögu í stórsigri Chelsea í annarri umferð nýs tímabils í efstu deild kvenna á Englandi.

Chelsea tók á móti Bristol City og skoruðu Englandsmeistararnir níu mörk í leiknum. Maríu var skipt inn á 67. mínútu leiksins í stöðunni 6-0. Hún kom inn á sama tíma og danska stórstjarnan Pernille Harder.

Harder skoraði og lagði upp eftir að hafa komið inná. Sam Kerr, Millie Bright og Bethany England komust meðal annars á blað í sigrinum stóra.

Man Utd lagði þá Birmingham að velli með fimm mörkum gegn tveimur á meðan Everton hafði betur gegn Tottenham og Reading lagði Aston Villa að velli.

Manchester City gerði þá afar óvænt jafntefli gegn Brighton.

Chelsea 9 - 0 Bristol City
1-0 F. Kirby ('15)
2-0 M. Mjelde ('31, víti)
3-0 M. Leupolz ('34)
4-0 E. Cuthbert ('36)
5-0 M. Bright ('40)
6-0 B. England ('66)
7-0 N. Charles ('69)
8-0 P. Harder ('73)
9-0 S. Kerr ('86)

Man City 0 - 0 Brighton

Birmingham 2 - 5 Man Utd
0-1 J. Ross ('5)
1-1 C. Walker ('14)
2-1 A. McManus ('27, sjálfsmark)
2-2 K. Zelem ('36)
2-3 E. Toone ('47)
2-4 K. Hanson ('60)
2-5 K. Hanson ('79)

Everton 1 - 0 Tottenham
1-0 I. Christiansen ('51)

Reading 3 - 1 Aston Villa
1-0 A. Eikeland ('24)
2-0 L. Bruton ('40)
3-0 F. Williams ('45, víti)
3-1 S. Larsen ('79, víti)
Athugasemdir
banner
banner