Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 13. október 2019 11:45
Elvar Geir Magnússon
Alfreð núna einn í herbergi - Mikill missir af Jóa
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Eyþór Árnason
Það er gríðarlegur missir fyrir íslenska landsliðshópinn að Jóhann Berg Guðmundsson er farinn aftur til Englands vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Frakklandi.

Jóhann tognaði aftan í læri og verður frá næstu vikurnar.

„Leikmaðurinn Jóhann Berg er ekkert smá mikilvægur. Án þess að vanvirða aðra leikmenn þá getur hann gert hluti með boltann sem ekki margir hjá okkur geta," segir Alfreð. „Hann getur dregið tvo til þrjá að sér."

Þá segir Alfreð að Jóhann sé einnig hrikalega mikilvægur fyrir hópinn utan vallar.

„Hann sem persóna er líka mikilvægur fyrir okkur. Á öllum sviðum er þetta gríðarlegur missir. Núna er ég sem dæmi einn í herbergi. Á mörgum sviðum svíður þetta fyrir mig og liðið, vonandi fær hann tíma til að koma sér almennilega í gang. Hann er eflaust ekki ánægður. Hann hefur verið mikið meiddur síðustu ár og oft í kringum landsleiki. Þetta er mikill missir fyrir okkur."

Ísland mætir Andorra á Laugardalsvelli annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner