Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   þri 13. október 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Birkir Bjarna: Ættu að vera leikir sem allir vilja spila
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta," sagði íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason á fréttamannafundi í dag en hann verður fyrirliði í leiknum gegn Belgum í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli annað kvöld.

Ísland er ennþá í leit að sínum fyrsta sigri í Þjóðadeildinni en liðið er aðra keppnina í röð í A-deild.

„Við erum búnir að vera með mjög mikið af meiðslum og höfum verið rosalega óheppnir síðustu ár, sérstaklega í þessari Þjóðadeild. Það er synd að hafa ekki getað stillt upp besta liðinu í Þjóðadeild þegar við erum að mæta best liðum heims. Það er líka fint að sjá ný andlit og gefa öðrum möguleika á að sýna sig. Það eru margir sem hafa gert það og spilað mjög vel. Vonandi fá þjálfararnir svör við mörgum spurningum. Það eru allir í hópnum klárir og það er gaman að spila á móti svona sterkum liðum," sagði Birkir.

Óttast hann annan skell eins og gegn Dönum? „Við stillum upp í hvern leik til að spila vel og gera okkar besta. Við vitum að það það eru ótrúleg gæði í þessum liðum. Við reynum að læra eftir hvern leik og gera betur. Vonandi getum við staðið í þeim. Við erum með leikmenn í það og vonandi getum við spilað okkar leik."

Birkir var spurður að því hvort það sé erfitt að gíra menn upp í leiki í Þjóðadeildinni? „Nei, þvert á móti. Við erum að spila á móti bestu liðum heims. Þetta eru lið með gríðarlega sterka leikmenn. Þetta ættu að vera leikir sem allir leikmenn vilja spila. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að leikmenn séu ekki gíraðir í þetta. Það er synd að við getum ekki stillt upp sterkasta liðinu okkar en það eru góðir möguleikar fyrir aðra leikmenn."

Birkir spilaði 90 mínútur gegn Rúmenum á fimmtudag og gegn Dönum á sunnudag. Hann byrjar aftur á morgun.

„Mér líður bara vel. Ég lít á að það sé gott fyrir mig að fá leiki og mínútur og byggja upp formið. Þetta er svolítið þungur völlur og laus í sér. Ég er klár og vill mikið spila," sagði Birkir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner