Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus og portúgalska landsliðsins, hefur greinst með kórónuveiruna. Ronaldo greindist með veiruna í skimun hjá portúgalska landsliðinu.
Ronaldo spilaði með Portúgal gegn Frakklandi í markalausu jafntefli síðastliðinn sunnudag.
Hann er nú kominn í einangrun og verður ekki með gegn Svíþjóð í Þjóðadeildinni á morgun.
Ronaldo spilaði með Portúgal gegn Frakklandi í markalausu jafntefli síðastliðinn sunnudag.
Hann er nú kominn í einangrun og verður ekki með gegn Svíþjóð í Þjóðadeildinni á morgun.
Reikna má með að Ronaldo missi einnig af næstu leikjum Juventus vegna veirunnar.
Juventus mætir Crotone í Serie A um helgina áður en liðið hefur leik í Meistaradeildinni í næstu viku gegn Dynamo Kiev.
Athugasemdir