Heimild: Fréttablaðið

„Mistök dómarans eru hluti af leiknum og þó þau séu svekkjandi þá eru þau ekki eina ástæða þess að íslenska liðið er ekki á leið á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Spilamennska liðsins fram að rauða spjaldinu var slök," skrifar Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, í skoðanapistli í Fréttablaðinu.
Þar ritar Hörður um spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins sem hann segir einfaldlega hafa verið lélega síðustu mánuði. Hann segir liðið ekki hafa fundið taktinn síðan Sara Björk Gunnarsdóttir kom aftur inn í liðið stuttu fyrir Evrópumótið.
Þar ritar Hörður um spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins sem hann segir einfaldlega hafa verið lélega síðustu mánuði. Hann segir liðið ekki hafa fundið taktinn síðan Sara Björk Gunnarsdóttir kom aftur inn í liðið stuttu fyrir Evrópumótið.
„Liðið hefur í undanförnum leikjum átt í stökustu vandræðum með að spila boltanum og að halda í boltann. Þetta vandamál liðsins gegn liðum sem teljast í svipuðum gæðaflokki hefur gert vart við sig undanfarið, vandamál sem virtist ekki vera til fyrr en á Evrópumótinu í sumar."
„Liðið hefur treyst á guð og lukku, vekur þetta furðu enda eru í íslenska liðinu margar frábærar knattspyrnukonur. Þorsteini Halldórssyni, þjálfara liðsins, hefur mistekist að heimfæra það yfir í landsliðið, innkoma Söru Bjarkar Gunnarsdóttur aftur í liðið virðist utan frá hafa riðlað leik liðsins."
„Hvort innkoma Söru sé eina ástæða þess er ólíklegt en það er hins vegar einn punktur sem hægt er að benda á. Þorsteinn var verðlaunaður með nýjum og betri samningi hjá KSÍ í sumar en eftir það hefur frammistaða liðsins verið vonbrigði. Þorsteinn er afar fær þjálfari, um það verður ekki deilt, en spilamennska liðsins hefur ekki verið góð í nokkra mánuði. Það er staðreynd," skrifar Hörður Snævar.
Athugasemdir