Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fim 13. október 2022 14:35
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Þorsteinn gagnrýndur - Frammistaða liðsins „vonbrigði“ eftir að hann fékk nýjan samning
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mis­tök dómarans eru hluti af leiknum og þó þau séu svekkjandi þá eru þau ekki eina á­stæða þess að ís­lenska liðið er ekki á leið á sitt fyrsta heims­meistara­mót. Spila­mennska liðsins fram að rauða spjaldinu var slök," skrifar Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, í skoðanapistli í Fréttablaðinu.

Þar ritar Hörður um spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins sem hann segir einfaldlega hafa verið lélega síðustu mánuði. Hann segir liðið ekki hafa fundið taktinn síðan Sara Björk Gunnarsdóttir kom aftur inn í liðið stuttu fyrir Evrópumótið.

„Liðið hefur í undan­förnum leikjum átt í stökustu vand­ræðum með að spila boltanum og að halda í boltann. Þetta vanda­mál liðsins gegn liðum sem teljast í svipuðum gæða­flokki hefur gert vart við sig undan­farið, vanda­mál sem virtist ekki vera til fyrr en á Evrópu­mótinu í sumar."

„Liðið hefur treyst á guð og lukku, vekur þetta furðu enda eru í ís­lenska liðinu margar frá­bærar knatt­spyrnu­konur. Þor­steini Hall­dórs­syni, þjálfara liðsins, hefur mis­tekist að heim­færa það yfir í lands­liðið, inn­koma Söru Bjarkar Gunnars­dóttur aftur í liðið virðist utan frá hafa riðlað leik liðsins."

„Hvort inn­koma Söru sé eina á­stæða þess er ó­lík­legt en það er hins vegar einn punktur sem hægt er að benda á. Þor­steinn var verð­launaður með nýjum og betri samningi hjá KSÍ í sumar en eftir það hefur frammi­staða liðsins verið von­brigði. Þor­steinn er afar fær þjálfari, um það verður ekki deilt, en spila­mennska liðsins hefur ekki verið góð í nokkra mánuði. Það er stað­reynd," skrifar Hörður Snævar.
Athugasemdir
banner
banner