Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
   sun 13. október 2024 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Stöllurnar hans Láka töpuðu fjórða deildarleiknum á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason og stöllur hans í portúgalska liðinu Damaiense töpuðu fjórða deildarleik sínum á tímabilinu er liðið beið lægri hlut fyrir Sporting, 1-0, á heimavelli í dag.

Láki stýrði Damainese í 4. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð en hefur ekki farið vel af stað á nýju tímabili.

Liðið hefur tapað fjórum af sex deildarleikjum sínum og aðeins unnið einn.

Damaiense er í 8. sæti með aðeins 4 stig, tíu stigum frá toppliði Benfica.

Láki tók við Daimense í nóvember á síðasta ári eftir að hafa þjálfað Lengjudeildarlið Þórs.
Athugasemdir