
„Mér finnst bara geggjað að ná í stig á móti þeim," sagði Daníel Tristan Guðjohnsen, sóknarmaður Íslands, eftir 2-2 jafntefli gegn Frakklandi í undankeppni HM í kvöld.
Daníel byrjaði leikinn en fór út af í hálfleik. Hann var ekkert tæpur.
Daníel byrjaði leikinn en fór út af í hálfleik. Hann var ekkert tæpur.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Frakkland
„Mér leið bara vel. En Arnar vildi breyta þessu eitthvað. Vilja ekki allir spila eins mikið og þeir geta?" sagði Daníel aðspurður hvort hann hefði verið svekktur með að fara út af.
Hann segir að það hafi verið erfiðara að horfa á leikinn utan frá en að vera inn á vellinum.
„Það er miklu erfiðara finnst mér. Að horfa á leikinn á bekknum er ekki það besta sem þú getur gert."
Hann var ánægður með karakterinn í liðinu. „Þetta er ógeðslega mikilvægt stig og við ætlum að ná þessu öðru sæti."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan en Daníel Tristan var að klára sitt annað A-landsliðsverkefni.
Athugasemdir