Sóknarmaðurinn Moise Kean verður ekki með ítalska landsliðinu gegn Ísrael annað kvöld. Hann er kominn aftur til félagsliðs síns, Fiorentina.
Kean byrjaði og skoraði í 3-1 sigri gegn Eistum á laugardaginn en þurfti að fara af velli eftir stundarfjórðung vegna ökklameiðsla.
Kean byrjaði og skoraði í 3-1 sigri gegn Eistum á laugardaginn en þurfti að fara af velli eftir stundarfjórðung vegna ökklameiðsla.
Talið er að sóknarmaðurinn tvítugi Francesco Pio Esposito hjá Inter gæti fengið tækifæri í byrjunarliði Ítalíu í fjarveru Kean.
Esposito hefur fengið tvo landsleiki af bekknum síðan Gennaro Gattuso tók við og skoraði gegn Eistlandi á laugardag.
Ítalía er í öðru sæti riðilsins, sex stigum á eftir toppliði Noregs sem hefur leikið leik meira. Ísrael er í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Ítalíu.
Athugasemdir